Íslenska

ÁRÍÐANDI TILKYNNING: CCP/WW hefur framlengt frestinn til 8. júlí. Þess vegna framlengir V20 Europe einnig frest sinn á eftirfarandi hátt:

1.- Skráningarferlið til 20 júní.
2.- Tilkynningardaginn til 21. júní. (Við höfum þegar náð fleiri en 50 eintökum hvort eð er)
3.- Peningar sendir V20 Europe frá 21. júní til 30 júní.
4.- V20 Europe kaupir öll eintökin sem áður voru pöntuð hér frá 1. júlí til 8. júlí.

Hver er tilgangurinn með V20 Europe kaupendahópnum?

Markmið þessa hóps er að ná saman nógu mörgum aðdáendum um alla Evrópu til að ná a.m.k 50 Vampire: The Masquerade 20th Anniversary (héðan í frá V20) bókum þannig að CCP/WW greiði sendingarkostnað. Með þessum hætti þarf ekki að greiða til viðbótar 25 Bandaríkjadala lágmarkssendingarkostnað.

Það er áríðandi að leggja áherslu á að þetta er framtak aðdáenda og að CCP/WW er ekki ábyrgt með neinum hætti.

Hvað kostar V20?

Verðið á bókinni sjálfri er 99.99 Bandaríkjadalir, sem er um 60 bresk pund eða 70 evrur, eftir því hver gengisskráningin er. Það má sjá á xe.com.

Sendingarkostnaður einstakra bóka er u.þ.b. 25 Bandaríkjadalir að lágmarki, eftir því hvert sent er. Þú getur athugað hver sendingarkostnaðurinn er heim til þín á White Wolf Store Online. Ávinningurinn er sá að sendingarkostnaðurinn verður greiddur af CCP/WW ef við náum að panta fleiri en 50 V20 bækur.

Skattur í tollafgreiðslu eru helsta áhyggjuefnið núna. Ef við fáum sendingu til Bretlands og tollayfirvöld telja vöruna vera bækur gæti skatturinn í tolli orðið enginn. Hinsvegar, ef að þau telja að þetta sé annað hvort leikur eða lúxusvara verður kostnaðurinn 20% verðgildis vörunnar. Við höfum haft samband við tollayfirvöld í Bretlandi og við munum ekki komast að þessu fyrr en þau fá vöruna í hendur. Þess vegna verðum við að afla fjár eins og við munum greiða 20% skatt.

Hvernig verður V20 kaupferlið í V20 Europe kaupendahópnum?

V20 Europe kaupendahópurinn mun starfa með eftirfarandi hætti:

1) Frá 25. maí til 20. júní: Skráningarferli. Við þurfum að safna eins mörgum aðdáendum og mögulegt er til þess að leggja fram pöntunarbeiðni um a.m.k. 50 V20 bækur svo að CCP/WW greiði sendingarkostnað. Það verður ákaflega áríðandi að láta skilaboðin ganga á milli vina og aðdáendaklúbba. Allir aðdáendurnir munum njóta góðs af þessari reynslu ekki aðeins með sparnaði heldur einnig með því að kynnast fólki.

Twitter notandareikningurinn okkar mun upplýsa daglega um vöxt V20 Europe kaupendahópsins.

Ef þú ætlar örugglega að kaupa V20 með þessum hópi, SKILDU ÞÁ EFTIR ATHUGASEMD HÉR AÐ NEÐAN.

2) 21. júní: Tilkynningardagur. Þetta verður mikilvægur dagur þar sem við verðum þá að taka ákvörðun um framhaldið. Tvennt getur gerst:

  1. V20 Europe kaupendahópurinn nær EKKI 50 meðlimum: Því miður munum við þá leysa upp hópinn og hvetja alla áhugasama aðdáendur til að kaupa eigin eintök af V20 hjá White Wolf búðunum. Aðdáendur munu hafa nægan tíma til að leggja inn pantanir þar sem síðasti dagurinn til að kaupa V20 í White Wolf búðunum er 8. júlí.
  2. V20 Europe kaupendahópurinn NÆR 50 (eða fleiri) meðlimum: Frábært! Okkur hefur þá tekist ætlunarverkið og munum halda áfram að næstu stigum.

3) Frá 21. til 30 júní: V20 Greiðsla. Meðlimir V20 Europe kaupendahópsins munu greiða fyrir V20 eintökin ($99.99) með Paypal (nánari upplýsingar tilkynntar fljótlega). Ódýrara er að nota þess aðferð við greiðslu en millifærslu í banka.

4) Frá 1. til 8. júlí: V20 kaupdagur allra bókanna. Dhaunae De Vir [dhaunae (hjá) inthenameofgoth (punktur) com], umsjónarkona V20 Europe kaupendahópsins, mun leggja fram pöntun hjá White Wolf verslununum samtals að samanlagðri upphæð allra greiddu bókanna. Sú aðgerð verður tilkynnt hér og með Twitter skilaboðunum okkar.

5) Október 2011. Beðið eftir hinni dýrmætu sendingu V20 bókanna okkar á tiltekinn stað í Bretlandi. Ef tollafgreiðslan innheimtir 20% Vsk á verðið mun nýtt greiðslutímabil hefjast til að inna þá aukagreiðslu af hendi.

6) Sendingar á heimilisföng aðdáenda fara fram eins fljótt og auðið er. Í sumum tilfellum munu V20 bækur jafnvel verða afhentar í eigin persónu!

Af hverju notum við Paypal sem greiðsluaðferð hjá V20 Europe kaupendahópnum?

Með bankamillifærslum gætum við þurft að greiða hærri skatta sem við viljum reyna að komast hjá.

Hinsvegar er Paypal ÓKEYPIS við sendingu og móttöku peninga, þegar þú hefur innstæðu á Paypal eða tengir bankareikning við Paypal reikninginn þinn.

Áríðandi er að gæta þess að notkun greiðslukorta í gegnum Paypal kostar 3,4% og 0,20 bresk pund að auki. Þess vegna hvetjum við meðlimi V20 innkaupahópsins okkar til að opna reikninga hjá Paypal og greiða með Paypal innistæðu eða reikningstengingu.

Hvernig get ég verið viss um að ekki verði svindlað á mér?

Dhaunae, umsjónarkona V20 Europe, kaupendahópsins mun taka við peningunum og sjá um að panta.

Ég held að maður verði að þekkja einstaklinginn til að öðlast traust á honum. Vinsamlegast lestu því áfram.

Um Dhaunae

Það er auðvelt er að sjá einurð mína með V20. Ég hef tekið þátt í opna þróunarverkefni V20 með því að vera Tremere steríótýpan og hef þýtt algengu spurningarnar á spænsku á V20 Blogginu (FAQ Spanish), og ég hef einnig lagt fram mínar eigin blogg-athugasemdir og twitter texta.

Staðsetning: London, Bretlandi

Starf: Réttartölvusérfræðingur

Twitter notendareikningar:
www.twitter.com/dhaunae
www.twitter.com/dystopicmind
www.twitter.com/v20europe

Facebook:
www.facebook.com/dhaunae.de.vir (hún er mjög nýleg)
www.facebook.com/pages/V20-Europe/151158088286435 (vantar fleiri „Like”)

Vefblogg: www.inthenameofgoth.com

Tengsl við CCP/WW: Ég er bara aðdáandi. Ég var svo heppin að vera valinn fyrirsæta fyrir Tim Bradsheet, sem Tremere steríótýpan fyrir V20 bókina. Ég fór til höfuðstöðva CCP/WW í Atlanta í apríl og fékk að hitta CCP/WW starfsfólkið. Ég þekkti suma frá The Grand Masquerade en aðra ekki.

Ofangreind mynd frá V20 hefur ekki verið sýnd ennþá. Hins vegar er teikning eftir Ken Meyer yngri sem nýlega kom fyrir almannaaugu á V20 blogginu og ég var einnig fyrirmyndin að [sjá mynd] henni.

Af hverju er ég að þessu: Ég hef alltaf auglýst Vampire: The Masquerade með ýmsum hætti, einfaldlega af því að ég er aðdáandi. Ég fæ að taka þátt í að breiða út eitt helsta áhugamálið mitt og það að deila því með fullt af fólki frá mismunandi löndum veitir mér ánægju. Þannig er öll fyrirhöfnin algerlega þess virði fyrir mig.

Við hverja ætti ég að ræða lúðalegustu atriðin í V20 ef aðdáendafélagarnir í Evrópu kaupa ekki eintak þegar tækifæri gefst? Tækifærið er mjög stutt og verður ekki endurtekið. Við getum ekki bara sleppt því. Ef til staðar er raunverulegur stór aðdáendahópur Masquerade í Evrópu er kominn tími til að sýna CCP/WW að við erum sterkur hópur.

Við erum ekki þeir einu: Það er sambærilegt framtak í gangi í Brasilíu (Mundo das Trevas) og Ísrael og nokkrir hópar samankomnir í Frakklandi (Liber Mundi [meira en 60 eintök], Méandres Chimériques [meira en 90 eintök] og aðrir).

Skrifaðu mér endilega: dhaunae (hjá) inthenameofgoth (punktur) com

Þakkir

Til Grigori Vaklos fyrir meðskipulagningu á þessu verkefni og snúning algengra spurninga V20 Europe kaupendahópsins á Spænsku. Þetta hefði ekki verið hægt án hans.

Til Etherlad fyrir að hanna V20 Europe merkið.

Til Lewis Davies fyrir stjórnunarlegan stuðning.

Til Shane DeFreest fyrir að vera frábær brú á milli CCP/WW og aðdáendanna.

Til Peter Houston fyrir að vera tengiliður við írska aðdáendur.

Til Andreas G Schramm fyrir að vera tengiliður við þýska aðdáendur.

Til Dado Dadonis fyrir ítölsku þýðinguna á algengum spurningum V20 Europe kaupendahópsins.

Til Harm Jan fyrir hollensku þýðinguna á algengum spurningum V20 Europe kaupendahópsins og fyrir að vera tengiliður við hollenska aðdáendur.

Til João Mariano, fyrir portúgölsku þýðinguna á algengum spurningum V20 Europe kaupendahópsins og fyrir að vera tengiliður við portúgalska aðdáendur.

Til Boris (Lomion), fyrir frönsku þýðinguna á algengum spurningum V20 Europe kaupendahópsins og fyrir að vera tengiliður við franska aðdáendur.

Til Malte fyrir að samhæfa þýsku og hollensku aðdáendurna til að lækka sendingarkostnað.

Til Cogitare fyrir að vera tengiliður við sænska aðdáendur.

Leave a Comment